top of page
Screen Shot 2019-02-12 at 15.39.50.png

Honduras

Hondúras er í Mið-Ameríku á milli Gvatemala og Níkaragva. Það er í Karabíahafi og Kyrrahafi. Í búafjöldi Honduras er 9.265 miljónir. Áður fyrr var Hondúras kallað Spænska Hondúras til að rugla ekki við Belís sem var kallað Hondúras einnig (Breska). Hondúras er stærsta landið í Mið-Ameríku. Landið er mest fjöll og regnskógar (þar að segja um 80%) .með láglendisræmur við strendurnar.  Það einnig inniheldur marga verðuga forngripi Mayaveldsins sem var mesóamerísk siðmenning. Copan rústirnar er gott dæmi sem túristarnir sækjast mikið eftir. Silfur-námur, tóbak, sykur og kaffi eru finnast í Honduras í dag og það er einnig rosalegur bananaiðnaður þar, sem er mjög líklega sendur hingað til Íslands. [1]

Honduras: About

Tungumál

Í Honduras eru töluð tíu tungumál. Spænskan er fyrsta tungumálið, þar sem hún er töluð víðast hvar um landið. Flestir tala spænsku þó hin tungumálin fylgi með.

Um 8,9 milljónir búa í Hondúras, þar af tala um 100.000 Garifuna tungumálið. Það tungumál er einskonar blanda af aravakísku tungumáli og evrópsku tungumáli.

Næst er það Miskito sem er töluð af um 180.000 manns, þar af eru 29.000 sem er fólk staðsett í Hondúras. (Mesoamerican) Einskonar trúarhópur sem talar þetta tungumál. Tungumálið dregur sig frá Suður-Ameríku og Mexíkó. ,,Miskito fólkið" er staðsett bæði í norð-austur Nicaraqua og austur hluta Honduras.

Pech, minna en 1000 manns tala þetta tungumál. ,,Pech" þýðir fólk. Tungumálið er einangrað sem gerir það að verkum að fáir tala það.

Þetta eru tungumálin sem eru mest notuð í Honduras. Þau eru fleiri en eru að deyja út, þar sem svo fáir tala hvert og eitt tungumál. Má segja það þannig að flest þeirra eru löngu komin í ,,útrýmingarhættu".[2]

iStock-498555620.jpg
Honduras: About
440px-Portrait_of_a_Man,_Said_to_be_Chri

Fornir Tímar

Honduras er komið af margskonar frum-þjóðernum. Það helsta voru Mayarnir. Árið 1502 kom Christopher Colombus til Honduras og árið 1523 komu Spánverjar. Það var svo árið 1539 sem að Spánverjar voru orðnir yfirráðandi í Honduras. Upprunalegir Hondurasbúar fór sífellt minnkandi og voru látnir vinna fyrir Spánverjana. Honduras varð ekki sjálfstætt fyrr en árið1821 en þá, ári seinna, sameinaðist það Mexico ásamt El Salvador, Costa Rica, Guatemala og Nicaragua. Það ríki braust strax í sundur árið 1823 en Honduras varð ekki sjálfstætt þar til árið 1839. [3]

Honduras: About

Miðaldir

Honduras er nefnt eftir spænska orðinu dýpi. Það er vegna hafnar í Trujillo í norðurhluta Honduras, sem er mjög djúp og hefur líklegast verið góð höfn handa stærri skipum frá Spáni. En eins og komið hefur fram í textanum hér að ofan var Honduras spænsk nýlenda. Kristófer Kolumbus fann Honduras í sinni síðustu ferð til nýja heimsins sem hann lagði í árið 1502. Hann lagði samt ekki undir sig land í Honduras heldur fór bara til Bay eyjanna utan við Honduras. Síðar kom Gil Gonzalez Davila  á vegum spænska konungsins til að sameina landsvæðið og á eftir honum kom Hernán Cortés, sem hafði flutt herlið frá Mexíkó. Þrátt fyrir spænskan sigur á stórum hluta Honduras náðu þeir aldrei að taka nyrsta og Atlanshafs hluta þess. Mesta andspyrnan var í Lempira lances ríki í Honudras  en þeir fengu mikla aðstoð frá Jamaicabúum, Norður-Evrópumönnum og sjóræningjum.


Eftir spænska landvinninga varð Honduras hluti af hinu mikla spænska nýjaheimsveldi í ríkinu Guatemala. Sem hérað í Guatemala hafði Honduras sína eigin höfuðborg sem fyrst var Trujillo á Atlantshafsströndinni, seinna Comayagua en að lokum varð höfuðborgin Tegucigalpa sem var í miðju héraðinu. Aðal ávinningur spánverja með stofnun Hondurashéraðs í Gvatemala voru silfurnámurnar í Honduras. Fyrst og fremst voru hondurskir þrælar notaðir við námugröftinn en sjúkdómar og mótspyrna heimamanna stoppaði kaup spánverja á suðuramerískum þrælum, en þess á móti fluttu spánverjar inn afríska þræla frá Angólu. Fluttningur vinnuafl frá Spáni til Honduras dróst saman um 1650.[4]

gonzalez_davila.jpg
Honduras: About
Baleadas.jpg

Matargerð

Maturinn í Hondúras er samruna af hefðbundri spænskri matargerð, karabískri matargerð og afrískri matargerð. Kókos og kókosmjólk eru í miklu uppáhaldi í Hondúras matargerð einnig eru tamales, brennt kjöt, steiktur fiskur og baleadas (sjá á mynd). Vinsælir réttir í Hondúras, kjúklingur með hrísgrjónum og maís og  steiktur fiskur með súrsuðum lauk og jalapenos. Síðan er mjög mikil mennig fyrir að fá sér súpu. Súpur sem eru vinsælar eru bunasúpur, Mondongo súpa, sjávarréttarsúpa og kjötsúpa. Vanalega eru allar súpur bornar fram með tortilla brauði. [5]

Honduras: About

Trúarhefðir

Meirihluti íbúa Honduras eru kristnir. Alls eru 48,7% íbúa Honduras kaþólskt fólk og 41% íbúa Honduras eru mótmælendatrúar. 8% íbúanna eru trúleysingjar eða segjast ekki trúa á neitt sérstakt. Restin af íbúum Honduras eða 3% allra íbúanna fylgja einhverri annarri trú en kristni eða mótmælendatrú. 

Stjórnarskrá Honduras veitir öllum íbúum landsins frelsi til þess að fylgja þeirra trú sem þeir vilja. Þessi réttur fólksins er verndaður með lögum. 

Á milli 4. og 7. öld eftir krist var Maya trúin mjög vinsæl í Honduras. Í henni voru hefðir fyrir því að fórna dýrum og jafnvel manneskjum.[6]

Santorini
Honduras: About
sfdg.jpeg

Dýr

Honduras er næst stærsta þjóðin í Mið-Ameríku og eru fleiri en 200 spendýr má finna í regnskógum. Nær helmingur þeirra eru tegundir leðurblaka, um 98 þekktar. Það eru ýmsar sjaldgæfar tegundir svo má nefna hreisturdýr. Jagúar er eitt sjaldgæfasta dýr í Mið-Ameríku og sést aðallega hjá leirviðs rótunum.Það eru einu trén sem geta vaxað í saltvatni við sjávarströnd. En Jagúarinn er í hættu. Það var einu sinni algengt að sjá sækýr (Trichechus manatus) meðfram Karabísku ströndinni en nú sjást þær fjarri henni og hjá leirviðs rótunum.  Þjóðardýr Hondúras er dádýrið Odocoileus virginianus eða hvít-dindils dádýr. Þau sjást á láglendinu og í furuskógum og eru vernduð. Mjög fjölbreyttur og víður hópur af öpum eru í Hondúras.

Fuglaríkið í Hondúras er einnig mjög fjölbreytt og stórt. Þar eru 18 páfagaukategundir þar af meðal Ara macao sem er þjóðfugl Hondúras. Hann heldur sig aðallega hátt í suðrænum skógunum. Notiochelidon pileata er mjög algengur farfugl. Hann er þekktur fyrir ljósa andlitið sitt og er hann marg oft notað sem gæludýr þrátt fyrir það að hann sé verndaður. Mynd: sækýr [7]

Honduras: About
Santorini

Þjóðgarðar

Það eru margir þjóðgarðar í Honduras. Stærsti þjóðgarðurinn er Patuca þjóðgarðurinn sem er 3755.84 km² en við erum að fara í Cusuco þjóðgarðinn sem er aðeins 234.4 km². Í Cusuco garðinum er mikill líffræðilegur fjölbreytileiki af bæði dýrum og plöntum sem er ein af ástæðunum afhverju við völdum að fara þangað. Það eru yfir 260 tegundir af fuglum í garðinum og ýmis kattadýr og önnur spenndýr. [8]

Honduras: About

Kóralrif

Kóralrif er fjölbreytt sjávarvistkerfi sem að saman stendur af fjölmörgum tegundum kórala og sjávardýrategunda sem eru meðal annars fiskar, lindýr, krappadýr og ormar. Kóralrif finnast aðeins á suðrænum slóðum en kóralarnir þurfa tiltölulega heitan sjó.


Kóralrifin í Honduras er partur af Mesoamerican Barrier Reef System (MBRS) sem að nær yfir 1.000 km hafsvæði. Kóralrifið er heimili um 65 tegunda kórala, 350 tegunda lindýra og 500 fiski tegunda. Það eru fjölmargar tegundir sem eru í hættu eða í einhverjum vernd sem að búa í rifinu meðal annars sæskjaldbökur eða græn skjaldbökur, leðurskjaldbökur, Hawksbill sæskjaldbökur og loggerhead sæskjaldbökur. Svo Lobatus gigas sem er tegund af sæsnigli, sækýr, Splendid toadfish (fiski tegund), Ameríski krókódíllinn, Mexíkóski krókódíllinn, Nassau grouper (fiski tegund), Elkhorn coral (kóral tegund) og svartur kórall. Kóralrifið (MBRS) er heimili stærsta hóps sækýra í heiminum en það er talið að um 1000-1500 búi hjá rifinu.

sfdv.jpg
Honduras: About
bottom of page