top of page

Hondurasfarar

Kynnstu okkur Hondurasförunum örlítið

DSC_4459.JPG

​Ágúst Orri Valsson

Verið sæl, ég ber nafnið Ágúst Orri og er nítján ára gamall.  Ég er fæddur og uppalinn á Suðureyri, ég er af Staðarætt á Súgandafirði. Ég er áhugamaður náttúrunnar og hef alltaf elskað hana með mínu stóra hjarta. Og rétt eins og allir á Íslandi þá er ég bara mjög heppinn með náttúruna og umhverfið. Það eru ekki allir jafn heppnir og við með náttúruna og breytingar á henni. Þess vegna, þegar að ég sá ferðina auglýsta í Menntaskólanum á Ísafirði, þá vissi ég strax að ég ætlaði að fara með í ferðina til að læra meira um aðstæður annars staðar, sama hversu dýrt eða erfitt það gæti átti eftir að verða.

IMG_1734.jpg

​Árný Margrét Sævarsdóttir

Ég heiti Árný Margrét, er 17 ára gömul og bý á Ísafirði. Ég valdi að fara til Hondúras því þetta er tækifæri sem ég mun ekki fá aftur. Rosalega stressuð en líka rosalega spennt fyrir þessu!

image1.jpeg

​Ásdís Eva Friðbjörnsdóttir

Ég heiti Ásdís Eva. Ég er 17 ára gömul og bý á Ísafirði. Ég vildi fara í þessa ferð af því að hún hljómaði mjög spennandi og það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona tækifæri. Það er líka alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

IMG_0284.jpg

​Ásdís Halla Guðmundsdóttir

Ég heiti Ásdís Halla og er 17 ára gömul. Ég er búsett á Ísafirði. Ég valdi að fara til Hondúras vegna þess að mér finnst mjög spennandi að prófa eitthvað nýtt. Mér finnst líka mjög spennandi að sjá hvað er verið að gera þarna og fá að vera partur af því.

D95ECD76-250D-4A64-A2F5-C9F5E243DAE0.JPG

Ásrós Helga Guðmunssdóttir

Ég heiti Ásrós Helga. Ég er 17 ára og er frá Núpi í Dýrafirði. Ég ákvað að fara með til Honduras því ég tel að þessi ferð sé kjörið tækifæri til að kynnast lífríkinu í Honduras. Þessi ferð hjómar líka mjög spennandi og ég vona að hún kenni mér margt. 

Photo on 29-01-2019 at 15.24.JPG

Davíð Hjaltason

Ég heiti Davíð Hjaltason. Ég er 16 ára og er frá Ísfirði. Mig langar að fara til Hondúras því ég hef áhuga á líffræði og langar að fara í útlandaferð.

20190130_113012.jpg

Emil Uni Elvarsson

Ég heiti Emil Uni Elvarsson og er vélstjórnarnemi við tækniskólann og útskriftarnemi af vélstjórnarbraut Menntaskólans á Ísafirði. Ég er fæddur og upp alinn í Bolungarvík og bý eins og er í Reykjavík. Ég er 18 ára og ég fékk áhuga á því að fara til Honduras bæði vegna þess að vinur minn kynnti mig fyrir þessu og ég hef mikinn áhuga á kóralrifum og langaði að sjá þau áður en að þau skemmast.

FA0FCD54-0486-44E0-94C5-590D3ACC0DD0.JPG

Hildur Karen Jónsdóttir

Ég heiti Hildur Karen ég er 17 ára gömul og ég á heima á Ísafirði. Ég hafði áhuga að fara til Hondúras því það hljómaði spennandi og þetta er tækifæri sem maður mun ekki alltaf geta fengið. Þetta er eitthvað sem maður upplifir bara einu sinni, þannig af hverju ekki bara að skella sér.

51A1583D-270D-4237-9497-7BB583B842A5.JPG

Monika Janina Kristjánsdóttir

Ég heiti Monika Janina og er 17 ára gömul. Ég kem frá Þingeyri í Dýrafirði en bý á Ísafirði yfir skólaannirnar. Ég hef gríðarlega vítt áhugasvið og þykir mest allt skemmtilegt. Þar af leiðandi þykir mér erfitt að forgangsraða og ákveða hvað ég vil læra. Og þess vegna finnst mér ferðin til Hondúras æðislegt tækifæri. Mögulega mun nýr áhugi kvikna upp hjá mér, hver veit. En þetta er mjög spennandi verkefni.

16402517_1778595219130775_65290976533910

​Ólafur Tryggvi Guðmundsson

Ég heiti Ólafur Tryggvi, ég á heima í Bolungarvík og er 16 ára. Ég ákvað að stökkva á tækifærið þegar hugmyndin kom upp að fara í nátturuvísindaferð til Honduras því mér fannst þetta hljóma spennandi.

20180810_165021.jpg

Ragnheiður Fossdal

Ég heiti Ragnheiður Fossdal og er líffræðingur og leiðbeinandi hópsins.  Það er gefandi að vinna með duglegu og hressu fólki og eru menntskælingarnir okkar þar fremstir í flokki. Vísindi og almenn þekkingarleit í tengslum við náttúruna er mitt helsta áhugamál. Þegar nemendum MÍ bauðst að taka þátt í rannsóknarferð til Hondúras, var eina rétta svarið, ég er tilbúin að fara með í stóra ævintýrið!!! Ég er full tilhlökkunar að taka þátt í rannsóknarvinnu í frumskógi og við kóralrif með skemmtilegum nemendum.

image1.png

Sigríður Erla Magnúsdóttir

Ég heiti Sigríður Erla Magnúsdóttir, bý á Ísafirði og er 17 ára. Ég valdi að fara til Honduras því mér fannst þetta hljóma spennandi og ég vildi læra meira & upplifa eitthvað sem ég myndi annars kannski aldrei upplifa.

IMG_3520.jpg

Þórunn Birna Bjarnadóttir

Ég heiti Þórunn Birna og er 17 ára. Ég bý á Suðureyri í Súgandafirði. Ég vildi fara til Honduras því þetta hljómaði mjög spennandi, þetta verður örugglega skemmtlileg lífsreynsla og mig langaði líka bara að fara út fyrir þægindarammann.

Hondurasfarar: Team Members
bottom of page