top of page
Search
  • Writer's pictureHondurasfarar

Fyrsta vikan í Honduras

Jæjja núna erum við komin úr Cusuco skóginum og bíðum eftir ferju til Utila. Afsakið hvað við höfum ekkert getað sýnt frá okkur seinustu vikuna en það hefur ekki verið neitt síma- eða netsamband í skóginum. Þessi vika í Cusuco hefur verið erfið en jafnframt rosalega fróðleg. Frá sex á morgnanna til svona 9 á kvöldin höfum við verið að skrá niður mikilvægar upplýsingar um tré og dýr sem eru notaðar til að sýna fram á mikilvægi þess að vernda þennann skóg og dýrin sem lifa þar. Fyrsti dagurinn byrjaði á því að hópnum okkar var skipt í tvennt, svo fór annar hópurinn að skrá niður mælingar á trjám og umhverfið í kringum þau á meðan hinn hópurinn lærði að setja upp ósýnilegt net til að fanga leðurblökur og fugla. Við eyddum mest allri vikunni í Base camp og svæðinu í kring þar sem við gerðum margt verklegt og svo fengum við glærukynningar inn á milli. Í lok vikunnar færðum við okkur á annað svæði sem er kallað Sattelite camp en það var mjög erfið fjagra tíma ganga þangað. Heppnin var ekki mikil þegar komið var í Sattelite camp því Ásrós datt illa á rófubeinið fyrsta kvöldið og vegna þéttrar stundaskrár vikunnar veiktust margir í hópnum okkar og voru sumir orðinir mjög slæmir upp í Setilite camp og tóku því rólega svo þeir hefðu þol í að komast til baka í Base camp. Þrátt fyrir veikindin nutum við þess mikið að vera upp í Sattelite camp þar sem við eyddum kvöldunum við varðeldinn og skiptumst á að sofa í tjöldum og hengirúmum. Við kvöddum Cusuco og starfsmennina í dag og erum við öll mjög sátt með vikuna í Cusuco! Starfsmennirnir voru frábærir, skipulagið gott og við lærðum ótrúlega mikið. Flestir eru þó orðnir hressir og við bíðum spennt eftir því að komast á Utila.


115 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page