top of page
Search
Writer's pictureHondurasfarar

Vikan í Utila

Hæhó! Nú er ævintýrinu á Utila lokið en það er langt ferðalag framundan heim til Íslands. Vikan á Utila er búin að vera fróðleg og skemmileg. Nokkrir héldu að vikan færi í að fá 18m köfunarréttindi og svo færum við að gera rannsóknir og taka niður tölur frá kóralrifunum í kring, en þessi vika fór öll í að læra að kafa. Við fórum nú samt alveg nokkrum sinnum að kafa í kóralrifum og sáum margt flott þar. Það stóðu sig allir ótrúlega vel. Flestir eru útskifaðir með 18m köfunarréttindi fyrir utan Árnýju og Ragnheiði sem létu sér nægja að snorkla út vikuna. Monika og Ásrós urðu svo skyndilega veikar og gátu því ekki fengið full réttindi. Dagskráin byrjaði semma á morgnanna en var ekki eins stíf eins og dagskráin í Cusuco. Við lifðum mikið á baunakássu og hrísgrjónum í Cusuco og ekki varð minna um baunir og hrísgrjón á Utila, þannig við nýttum flest kvöldin til þess að fara út að borða og skoða okkur um. Öllum er farið að hlakka til að komast heim, sofa í rúmunum sínum og borða íslenskan mat.


Hér eru svo orð/setningar sem okkur fannst mjög lýsandi fyrir ferðina:


Ekki fleiri hrísgrjón og baunir

Erfitt

Skemtilegt

Fróðlegt

Frábærir starfsmenn

Gullfoss og geysir

Kvef og hálsbólga

Algjörlega þess virði

Ævintýri

Ótrúleg og örðuvísi upplifun

Æðislegt

Mjög eftirminnilegt

Bupy ride!

Tilbreyting


79 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page